Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Tvær víntegundir innkallaðar vegna framleiðslugalla

Birting:

þann

Korkur - Vín

Tvær tegundir frá suður-afríska vínframleiðandanum Distell hafa verið innkallaðar tímabundið af markaði. Um er að ræða vínin Fleur du Cap Chardonnay með framleiðslunúmer LB130I14 og LB127H14 og Drostdy Hof Chardonnay með framleiðslunúmer LB125H14 og LB108L14. Framleiðslunúmer má sjá á gráum borða á miða á bakhlið flöskunnar, að því er fram kemur á visir.is.

Innköllunin er gerð að beiðni Distell en við hefðbundið gæðaeftirlit fundust örsmáar gleragnir í flösku. Var framleiðslugallinn einangraður við lítinn hluta átöppunar við tiltekna átöppunarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Distell er það niðurstaða sérfræðinga að agnirnar séu hættulausar og um sé að ræða 0,01% af þeim átöppunum sem við á. Engu að síður hefur verið tekin ákvörðun um að gæta fyllstu varúðar og innkalla allar flöskur með fyrrnefnd framleiðslunúmer.

Á vef visir.is segir að þeir neytendur sem hafa keypt flöskur af þessum vínum með fyrrnefnd framleiðslunúmer eru beðnir um að hafa samband við Globus, umboðsaðila Distell á Íslandi, Skútuvogi 1F, sími 522 2500.

 

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið