Ágúst Valves Jóhannesson
Philip Scheel Grønkjær – Grand restaurant – Veitingarýni – F&F
Það er Philip Scheel Grønkjær frá Danmörku sem leyfir gestum Grand restaurant að smakka hugmyndir sínar í matargerð. Philip Scheel hefur meðal annars starfað á hinum víðfræga veitingastað Nimb í Kaupmannahöfn. Árið 2014 stofnaði Philip sitt eigið fyrirtæki, Monomonofoodfool sem sérhæfir sig í gerð matreiðslubóka, veitingastaðaráðgjöf ásamt fleiru. Raunar ætlaði hann ekki alltaf að verða kokkur, hann byrjaði nám í lífefnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn.
Fallegur réttur.
Svínaspekkið ofan á gerði mikið fyrir réttinn. Blaðlaukurinn og soðið bragðlaust.
Yndislegur réttur. Esdragonbragð fannst vel í gegnum tartar og brauðteningarnir komu með gott bit.
Afskaplega fallegur réttur með tveimur tegundum af bleikju. Gott bragð.
Einfaldur en bragðgóður.
Eins og annað í kvöld þá var eftirrétturinn fallega uppsettur. Allt virkaði vel. Úr því að það var talað um sítrónuolíu þá hefði mátt vera meiri sýra í réttinum.
Þegar allt kemur til alls þá var maturinn virkilega góður á Grand, allt vel eldað. Staðurinn hefur nýlega verið endurnýjaður og er veitingastaðurinn mjög myndarlegur. Svo var það afskaplega kósý að hlusta á tvo bráðsnjalla jazzista sýna snilli sína. Takk fyrir okkur!

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards