Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Philip Scheel Grønkjær – Grand restaurant – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Philið Scheel Grönkjær og Vignir Hlöðversson yfirmatreiðslumaður

Philið Scheel Grönkjær og Vignir Hlöðversson yfirmatreiðslumaður

Það er Philip Scheel Grønkjær frá Danmörku sem leyfir gestum Grand restaurant að smakka hugmyndir sínar í matargerð. Philip Scheel hefur meðal annars starfað á hinum víðfræga veitingastað Nimb í Kaupmannahöfn. Árið 2014 stofnaði Philip sitt eigið fyrirtæki, Monomonofoodfool sem sérhæfir sig í gerð matreiðslubóka, veitingastaðaráðgjöf ásamt fleiru. Raunar ætlaði hann ekki alltaf að verða kokkur, hann byrjaði nám í lífefnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn.

Léttgrillaður stökkur aspas, blóðappelsína, pikklaður rauðlaukur og blómkálskrem

Léttgrillaður stökkur aspas, blóðappelsína, pikklaður rauðlaukur og blómkálskrem

Fallegur réttur.

Steiktur leturhumar, lardo, blaðlaukur, verbena, söl

Steiktur leturhumar, lardo, blaðlaukur, verbena, söl

Svínaspekkið ofan á gerði mikið fyrir réttinn. Blaðlaukurinn og soðið bragðlaust.

Tartar úr grillaðri folaldalun, fáfnisgras, skarlottulaukur og ediksduft

Tartar úr grillaðri folaldalun, fáfnisgras, skarlottulaukur og ediksduft

Yndislegur réttur. Esdragonbragð fannst vel í gegnum tartar og brauðteningarnir komu með gott bit.

Fennelgrafin léttsteikt bleikja, gljáð smágrænmeti, chili-krem

Fennelgrafin léttsteikt bleikja, gljáð smágrænmeti, chili-krem

Afskaplega fallegur réttur með tveimur tegundum af bleikju. Gott bragð.

Lambahryggvöðvi, hey, sellerýrót, sólselja, súrmjólk

Lambahryggvöðvi, hey, sellerýrót, sólselja, súrmjólk

Einfaldur en bragðgóður.

Hvítt súkkulaði, skyr, rauðrófur, sítrónuolía

Hvítt súkkulaði, skyr, rauðrófur, sítrónuolía

Eins og annað í kvöld þá var eftirrétturinn fallega uppsettur. Allt virkaði vel. Úr því að það var talað um sítrónuolíu þá hefði mátt vera meiri sýra í réttinum.

Philip Scheel Grönkjær - Grand restaurant - Food & Fun 2015

Hilmar Sverrisson og Vilhjálmur Guðjónsson

Hilmar Sverrisson og Vilhjálmur Guðjónsson

Þegar allt kemur til alls þá var maturinn virkilega góður á Grand, allt vel eldað. Staðurinn hefur nýlega verið endurnýjaður og er veitingastaðurinn mjög myndarlegur. Svo var það afskaplega kósý að hlusta á tvo bráðsnjalla jazzista sýna snilli sína. Takk fyrir okkur!

 

/Ágúst

twitter og instagram icon

 

Ágúst Valves Jóhannesson lærði til matreiðslu á Hótel Holti og útskrifaðist 2011. Hægt er að hafa samband við Ágúst á netfangið: [email protected] ... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið