Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið sýnir keppnisréttina

Birting:

þann

Kokkalandsliðið

Á morgun fimmtudaginn 6. nóvember kl. 11-18 ætlar Kokkalandsliðið að vera í Smáralindinni og sýna yfir 30 rétti sem eldaðir verða í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg 22.-27. nóvember. Kokkalandsliðið hefur æft fyrir keppnina síðustu 18 mánuði en keppnisgreinarnar eru tvær, annars vegar er keppt í köldu borði eða Culinary Art Table sem sýnt verður í Smáralindinni og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen.

Það tekur rúma tvo sólarhringa að útbúa alla réttina á kalda borðið sem sýnt verður í Smáralindinni en liður í æfingarferlinu er að flytja réttina á milli staða þannig að þeir haldi fullkomnu útliti sínu. Í keppninni eru gerðar miklar kröfur um útlit og hráefnisnotkun. Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota íslenskt hráefni í réttina sína og borðbúnaðurinn er meðal annars unnin úr rekaviði af Ströndum, keramiki, postulíni, silfri og gulli.

Heimsmeistarakeppnin, Culinary World Cup, er haldin á fjögurra ára fresti. Þar mætast færustu kokkar heimsins alls staðar að úr heiminum og keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti.

Meðlimir Kokkalandsliðsins eru:

  • Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins
  • Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið
  • Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið
  • Fannar Vernharðsson Vox
  • Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn
  • Ylfa Helgadóttir Kopar
  • Hafsteinn Ólafsson Apótekið
  • Axel Clausen Fiskmarkaðurinn
  • Garðar Kári Garðarsson Strikið
  • Daníel Cochran Kolabrautin
  • Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið
  • Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar
  • María Shramko sykurskreytingarmeistari

Fleira tengt efni hér.

Mynd: af facebook síðu Kokkalandsliðsins

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið