Kristinn Frímann Jakobsson
Raunveruleikasjónvarp á Kaffi Krók
Þessa dagana er hópur á vegum þýskrar sjónvarpsstöðvar staddur í Skagafirði við gerð raunveruleikaþátta þar sem fjórir kokkanemar spreyta sig í matargerð. Þeir munu sjá um veitingastaðinn Kaffi Krók næstu vikuna og elda fyrir gesti og gangandi. Eru bæjarbúar hvattir til að líta við og smakka afraksturinn.
Að sögn Írisar Sveinsdóttur, sem er hópnum til aðstoðar meðan þau dvelja hér á landi, komu kvikmyndagerðarmenn til landsins fyrr í sumar og skoðaðu ýmsa staði. Leist þeim best á Sauðárkrók og var það úr að upptökur færu fram á Kaffi Krók, í góðu samstarfi við Kristínu Magnúsdóttur eiganda staðarins, að því er fram kemur á heimasíðu feykir.is
Þátttakendur eru fjórir ungir kokkanemar og vissu þau einungis að ferðinni væri heitið til Íslands, en ekki hvert. Auk eldamennskunnar á Kaffi krók þurfa þau að leysa ýmis verkefni. Í síðustu viku þegar Feyki bar að garði voru þau t.a.m. búin að fara út á Fjörð og veiða og ná í lambakjöt beint frá býli.
Eiga þau einkum að kynna sér íslenska matarmenningu og spreyta sig á því að elda úr íslensku hráefni.
Mynd: feykir.is
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni