Vertu memm

Veitingarýni

Frábært kvöld hjá Slippbarnum og Borg

Birting:

þann

Slippbarinn - Hótel Marina

Staðið hefur til lengi að Borg brugghús og Slippbarinn pari saman mat og bjór, nú er loks komið að því og fékk ég ásamt Hinriki Carli sannarlega heiðurinn af því að mæta. Hinrik sem er mikill bjóráhugamaður og ég sem er bara ný kominn með brennandi áhuga á þessu vorum mjög spenntir fyrir þessari uppákomu, enda á matseðlinum nokkrir bjórar sem eru seldir upp og Garún sem fæst ekki á Íslandi.

Bjórinn á sér gríðarlega langa sögu. Stærsti hluti sögu þess er lítið vitað um, hinsvegar er víst að bjór hefur skipað stóran og mikilvægan sess í lífi manna frá upphafi landbúnaðar fyrir 8.000 árum síðan. Það er þó staðreynd að ritaðar heimildir um bjór eru ófáar, t.d. er tafla með fleygrúnum frá Súmer sem inniheldur tilvísanir í bjór, talin vera elsta ritaða heimildin í heiminum.

Jóhannes Steinn Jóhannesson yfirmatreiðslumaður á Slippbarnum tók á móti okkur og fræddi okkur aðeins um kvöldið og sagði okkur frá því hvað þetta er búið að vera lengi á planinu og loksins var tíminn komin, bruggmeistarar Borgar voru á næsta borði og mikil gleði hjá þeim mönnum.

Það sem boðið var upp á:

Fordrykkur og smakk: Bríó nr 1 - Grísasnakk með kakóbaunum

Fordrykkur og smakk:
Bríó nr 1 – Grísasnakk með kakóbaunum

Eins stökkt og það gerist og bjórinn solid með. Væri fínt að fá svona með góðum fótboltaleik.

Kvasir nr 22 mjöður 9%, búinn til úr appelsínublómahunangi | Ostrur frá frakklandi

Kvasir nr 22 mjöður 9%, búinn til úr appelsínublómahunangi | Ostrur frá frakklandi

Fáranlega góðar ostrur! Mjöðurinn smellpassaði með, okkur kitlaði í puttana að fá meira. Gaman að segja frá að þetta er fyrsti Íslenski mjöðurinn sem fer í sölu.

Jesús nr 24 ljósöl 7% | Humarflatbaka, perur, möndlur og vanilla.

Jesús nr 24 ljósöl 7% | Humarflatbaka, perur, möndlur og vanilla.

Fullkomin pörun, flatbakan var æðisleg og gott að fá möndlurnar með bökunni, svo ekkert verra en að skola þessu niðru með gæða ljósöl. Heilagur andi sveif yfir okkur á þessum tímapunkti.

Lúðvík nr 12 Dopplebock 8% - Geitaostur og rauðrófur

Lúðvík nr 12 Dopplebock 8% – Geitaostur og rauðrófur

Ég er svo veikur fyrir geitaost! Þessi var snilld! Frábært par hér á ferð!

Surtur nr 15 imperial stout 9% - Reyktur þorskur og Egg

Surtur nr 15 imperial stout 9% | Reyktur þorskur og Egg

Mjög djörf pörun, bjórinn of kaldur miða við 9% stout, en engu að síður passaði mjög vel saman og kom á óvart. Gaman hvernig reykta bragðið í hvorru tveggja gekk saman.

Úlfur Úlfur nr 17 Double IPA 9% humlar frá ameríku og Surtur nr 23 imperial stout 10% | Steinbítur og grísasíða, gulrætur, hafþyrnisber og koriander

Úlfur Úlfur nr 17 Double IPA 9% humlar frá ameríku og Surtur nr 23 imperial stout 10% | Steinbítur og grísasíða, gulrætur, hafþyrnisber og koriander

Flott að fá sömu humlana og í Úlf Úlf í sósuna. Frábær steinbítur en hvarf allvegana í humlunum í Úlfur Úlfur en Surturinn hentaði mun betur með réttinum. Grísasíðan stóð betur á móti Úlfur Úlfur en Surturinn átti þennan rétt.

Myrkvi nr 13 Porter 6% kryddaður með kaffi | Nautakinn og hörpuskel, jarðskokkar, kaffi og brennt smjör

Myrkvi nr 13 Porter 6% kryddaður með kaffi | Nautakinn og hörpuskel, jarðskokkar, kaffi og brennt smjör

Hörpuskelin stóð vel á móti nautinu en ekki á móti Myrkva, annars mjög flottur réttu og bragðgóður á öllum vegum.

Garún nr 19 11,5% imperial Icelandic stout - Súkkulaði og lakkrís, karamella, dökkber og marengs

Garún nr 19 11,5% imperial Icelandic stout – Súkkulaði og lakkrís, karamella, dökkber og marengs

Vanda mætti valið betur á súkkulaðinu með bjórnum og líka of mikið af súkkulaðinu, fór of lítið fyrir lakkrísnum og öðru á disknum. Garún reif lakrísinn á disknum betur upp. Lengi hefur maður beðið eftir að koma höndum sínum á Garún sem fæst ekki hér á landi og stóðst hún alla væntingar.

Frábært kvöld hjá Slippbarnum og Borg, þeir sýndu sannarlega að bjórmenning hér á landi er fyrsta flokks. Átti í erfileikum að nota ekki orðið fullkomið of mikið en það er einmitt orðið sem ég vill nota yfir kvöldið! Fullkomið kvöld! Takk fyrir okkur.

Hér að neðan má sjá á bakvið tjöldin með fréttamönnum veitingageirans og lítið „blooper“ brot í enda myndbandsins:

 

Myndir og vídeó: Hinrik

/Axel

twitter og instagram icon

Axel Þorsteinsson er bakari og konditor að mennt. Axel lærði fræðin sín í Kökuhorninu 2005 til 2009 og Mosfellsbakarí 2009 til 2012, en hann hefur starfað meðal annars á Hótel holti, Apotek Restaurant og Bouchon Bakery. Hægt er að hafa samband við Axel á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið