Frétt
Myndir frá jólafundi KM | Guðni Ágústsson átti sviðið
Jólafundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin 3. desember s.l. í Perlunni og hófst hann á fordrykk á jarðhæð Perlunnar. Jólafundur klúbbsins er alltaf með mökum og kokkagallinn hvíldur, svo leið að því að fólki var boðið að halda upp á 5. hæð þar sem skyldi snætt Jólahlaðborð staðarins.
- Fyrir miðju Jakob Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir
MjólkurÁrni og hans menn í viðburðarnefndinni sá um skipulagningu kvöldsins og var kynnt að Guðni Ágústsson hinn eini sanni myndi kynna bók sína, Séra Sigurður Arnarsson prestur í Kópavogskirkju var með erindi, en til gamans má geta þess að Sigurður vann á sínum yngri árum sem næturvörður á Hótel Sögu, einnig að þeir félagar Davíð og Sigurður myndu syngja nokkur lög, og að yrði veglegt happdrætti.
Svo hófst borðhaldið og held ég að flestir hafi verið sáttir með viður- gjörninginn, og hann hafi verið Perlumönnum til framdráttar.
Guðni átti sviðið eftir matinn og verður að viðurkennast að það er svolítið erfitt að borða sig saddan og næstu mínútu að hlæja sig til óbóta, presturinn kom á óvart og naut sviðsljósins í botn og ekki var við öðru að búast frá þeim söngfélögum en að þeir brilleruðu einsog vanalega.
Svo var komið að happdrættinu og var það óvenju veglegt, sökum þess að ágóði af sölu miða skyldu renna til líknarmála.
Mæting var mjög góð og heyrðist talan 80 nefnd.
Viðburðarnefndin hafði skilað góðu kvöldi og allir héldu til síns heima ánægðir með góða kvöldstund, í góðra vina hópi.
Myndir: Guðjón Þór Steinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu