Worldchefs, áhrifamestu samtök matreiðslumanna í heiminum, verða með ráðstefnu, sýningu og keppni sem fram fer dagana 16.–19. maí 2026 í Newport í Wales.
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „Pasture, Passion,
Upplýsingar um viðburð
Worldchefs, áhrifamestu samtök matreiðslumanna í heiminum, verða með ráðstefnu, sýningu og keppni sem fram fer dagana 16.–19. maí 2026 í Newport í Wales.
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „Pasture, Passion, Plate“, sem heiðrar ferðalag matarins frá uppruna til fullbúins réttar og undirstrikar hvernig matur tengir okkur öll – frá bónda til borðs, yfir landamæri og menningarheima.
Um 1.000 kokkar frá 110 löndum sækja ráðstefnuna, ásamt 30 alþjóðlegum fyrirlesurum og sérfræðingum úr atvinnulífinu. Þá verður jafnframt sýning 200 nýsköpunarfyrirtækja og sýnenda, og búist er við að viðburðurinn laði að um 6.000 þátttakendur víðs vegar að úr heiminum.