Kampavínsfélagið verður með kynningu og smakk á vínum þann 21. febrúar á Parliament hóteli – gengið inn að aftan frá Nasa.
Kampavínsfjelagið flytur inn vín frá Frakklandi, Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu, sake frá Japan og mun bæta við úrvalið, þar á meðal áfyllingum á vínum frá Olivier Leflaive, Les Parceillaires de Saulx og Domaine Belleville frá Burgundy.
Á staðnum verður hægt að smakka vín frá eftirfarandi framleiðendum:
Philipponnat
Charles Heidsieck
Piper-Heidsieck
Pierre Gimonnet
Leclerc Briant
Elio Grasso
Koehler-Ruprecht
Loimer
Sattlerhof
Wieninger
F.X. Pichler
Matsumatsukasa
Kuheji
Yfir 30 vín verða á boðstólnum og miðaverðið er 3.900 kr og greitt er við hurð.
Einnig mun Hjá Jóni bjóða upp á góð kjör í kvöldverði fyrir alla sem mæta.
Facebook viðburður hér.