Vertu memm

Stóra veislusýningin í Múlabergi

07feb12:0014:00Stóra veislusýningin í MúlabergiEftir

Upplýsingar um viðburð

Múlaberg Bistro & Bar stendur fyrir glæsilegri veislusýningu laugardaginn 7. febrúar kl. 12:00. Boðið verður uppá litríka og spennandi sýningu þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna og selja vörur og þjónustu fyrir alla þá sem eru að plana veislu eða hátíðlegar stundir.

Á sýningunni verða til staðar vörur á borð við förðunarvörur og förðunarráðgjöf, hárvörur og hárgreiðslur, fatnaður, auk fallegra skreytinga og borðskreytinga.

Veitingaaðilar munu bjóða upp á smakk meðan birgðir endast, svo gestir geta séð hvað er í boði og fengið ráðgjöf. Þetta er kjörið tækifæri til að sjá og prófa ýmsa möguleika á mat og varningi áður en ákvörðun er tekin.

Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem þemað var fermingar og hátt í 20 fyrirtæki á svæðinu tóku þátt og fór aðsóknin fram úr öllum væntingum. Í ár kom því ekkert annað til greina en að stækka viðburðinn og nú tekur viðburðurinn yfir alla veislusali Múlabergs, auk veitingastaðarins og systurstað Múlabergs, Terían Brasserie á jarðhæð.

Nýjung þetta árið: Múlaberg Bistro og Bar og Terían Brasseri bjóða gestum að panta sér einstaklingsbundna ráðgjöf með viðburðarstjóra,alveg óháð því hvort þjónusta eða veitingar verði keyptar. Ráðgjöfin er frábært tækifæri til að ræða hugmyndir, fá faglega innsýn í skipulag, matarval, skráningu og aðra þætti sem skipta máli.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að panta tíma í ráðgjöfina fyrirfram.

Múlaberg Bistro & Bar með þrjá stóra veislusali sem taka vel á móti stórum hópum og henta fyrir fjölbreyttar tegundir viðburða, giftingar, afmæli, árshátíðir, erfidrykkjur eða fyrirtækjaviðburði. Salirnir eru sveigjanlegir og hægt að aðlaga þá að mismunandi stærðum og þörfum svo hægt sé að koma til móts við allar þarfir.

Meira

Tími

07.02.2026 12:00 - 14:00(GMT+00:00)