Veitingastaðurinn Monkeys verður með PopUp á Hótel Vesturlandi helgina 24. og 25. janúar næstkomandi.
Matreiðslumaðurinn Snorri Grétar kemur með hóp matreiðslumanna frá veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík. Boðið verður uppá framandi signature 6 rétta seðil sem er undir áhrifum frá svokallaðri Nikkei matreiðslu þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar.
Á PopUp-inu getur fólk komið og notið góðs úrvals gómsætra smárétta sem kitla bragðlaukana.