Vertu memm

Matarmót Austurlands

09nóvAllan daginnMatarmót AusturlandsÞessum viðburði er lokið

Upplýsingar um viðburð

Matarmót Matarauðs Austurlands og Auðs Austurlands.

Landsins gæði – austfirsk hráefni er þema Matarmóts sem Matarauður Austurlands heldur þann 9. nóvember næstkomandi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Á Matarmóti kynna austfirskir matvælaframleiðendur vörur sínar og bjóða gestum og gangandi að bragða á, allt frá sælgæti og sultum til þurrkaðs ærkjöts og annars lostætis. Í ár býðst einnig framleiðendum sem nýta austfirskt hráefni, annað en matvæli, að kynna sína vöru.

Matarmótið er að venju ætlað sem stefnumót framleiðenda og kaupenda til að koma á tengslum og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Í ár verður hluti Matarmótsins opinn og almenningi gefinn kostur á að kynna sér framleiðslu landshlutans.

Nánar á austurland.is

Meira

Tími

09.11.2024 Allan daginn(GMT+00:00)