Vertu memm

Ítölsk kokteilkeppni á Tipsý

19febAllan daginnÍtölsk kokteilkeppni á TipsýEftir

Upplýsingar um viðburð

Opið er fyrir innsendingar í kokteilkeppni á vegum Tipsý Bar & Lounge í samstarfi við Martini, þar sem barþjónar og kokteiláhugafólk eru hvattir til að láta til sín taka og láta sköpunargáfuna njóta sín. Keppnin fer fram í febrúar og er þemað ítalskt, túlkað á persónulegan hátt. Form drykkjarins er frjálst svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði keppninnar.

Innsendingarfrestur er til 15. febrúar 2026 og skal senda keppnisframlag á netfangið [email protected].  Undankeppnin fer fram á Tipsý Bar & Lounge þriðjudaginn 17. febrúar þar sem dómnefnd velur bestu drykkina áfram. Aðalkeppnin verður síðan haldin fimmtudaginn 19. febrúar og keppa þá fimm kokteilar til úrslita.

Nánar um keppnina hér.

Meðfylgjandi mynd: Sigurvegarar kokteilkeppninnar í fyrra. Frá vinstri eru David Hood sem hafnaði í þriðja sæti, Leó Snæfeld Pálsson sem sigraði keppnina og Jakob Alf Arnarsson í öðru sæti.
Mynd: Tipsý

Meira

Tími

19.02.2026 Allan daginn(GMT+00:00)