Hótel og matvælaskólinn endurtekur Meistaradaginn með nýrri áherslu
10feb14:3015:30Hótel og matvælaskólinn endurtekur Meistaradaginn með nýrri áhersluEftir
Upplýsingar um viðburð
Meistaradagurinn sem haldinn var í fyrra tókst afar vel og í kjölfarið hefur Hótel- og matvælaskólinn ákveðið að endurtaka leikinn, að þessu sinni með örlítið breyttu sniði
Upplýsingar um viðburð
Meistaradagurinn sem haldinn var í fyrra tókst afar vel og í kjölfarið hefur Hótel- og matvælaskólinn ákveðið að endurtaka leikinn, að þessu sinni með örlítið breyttu sniði og skýrari áherslum.
Í ár verður kastljósinu beint að rafrænu ferilbókinni og því ferli sem henni tengist, allt frá því þegar meistarar sækja um að skrá starfsstað sinn í birtingarskrá og þar til nemi sækir um sveinspróf. Fundurinn að þessu sinni er sérstaklega ætlaður meisturum og er markmiðið að skapa vettvang fyrir upplýsta og opna umræðu um notkun, notagildi og áframhaldandi þróun ferilbókarinnar.
Á fundinum munu þrír fulltrúar halda stutt erindi og svara spurningum í kjölfarið. Þar stíga fram Ólafur Jónsson frá Nemastofu, Kristján Óskarsson frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Haraldur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.
Aðstandendur Meistaradagsins hvetja þátttakendur eindregið til að mæta með spurningar, umræðupunkta og ábendingar, með það að markmiði að efla umræðuna og ræða á opinskáan hátt bæði kosti ferilbókarinnar og þær áskoranir sem henni fylgja.
Meistaradagurinn fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 14:30 til 15:30 í Sunnusal Menntaskólans í Kópavogi.
Meira
Tími
10.02.2026 14:30 - 15:30(GMT+00:00)

