Fyrsta kokteilakeppni ársins er gengin í garð þegar Bombay keppnin um Bláa Safírinn snýr aftur. Keppnin hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu viðburðum ársins fyrir íslenska barþjóna.
Nánar um viðburðinn hér.
Mynd: Frá úrslitum Bombay keppninnar um Bláa Safírinn í fyrra. Frá vinstri eru Hrafnkell Ingi Gissurarson sem hafnaði í 3. sæti, Daníel Oddsson sigurvegari keppninnar og Dagur Jakobsson sem endaði í 2. sæti.
Ljósmyndina tók Ómar Vilhelmsson