Fanney Dóra Sigurjónsdóttir verður gestakokkur á Nielsen dagana 21. og 22.febrúar. Fanney hefur á síðstu árum starfað mikið með íslenska kokkalandsliðinu, á mörgum flottustu veitingastöðum Reykjavíkur auk þess sem hún vann um tíma á veitingastað hjá Jamie Oliver í Bretlandi.
Hún opnaði veitingastaðinn Hnoss í Hörpu við góðar undirtektir árið 2021 og þeysir nú yfir landið þvert og endilangt til að elda ofan í matgæðinga landsins.
Bókaðu borð á www.nielsenrestaurant.is