BragðaGarður í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur
Upplýsingar um viðburð
Slow Food Reykjavík samtökin halda 2 daga Slow Food hátíð sem ber heitið BragðaGarður og fer fram í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur 18. og 19. október. Föstudaginnn 18. október, 11:00 – 17:00
Upplýsingar um viðburð
Slow Food Reykjavík samtökin halda 2 daga Slow Food hátíð sem ber heitið BragðaGarður og fer fram í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur 18. og 19. október.
Föstudaginnn 18. október, 11:00 – 17:00 er sérstök áhersla á fræðslu og vinnustofur sem höfða til ungmenna á aldrinum 16 – 20 ára.
Skynmats vinnustofur: Bragð, lykt og áferð matarins.
Smakk vinnustofur: skyr, geitaafurðir, kartöflur og jurtakokteilar.
Hvaðan kemur maturinn okkar? Umræður við bændur og smáframleiðendur
Matartengdur ratleikur og þrautaborð.
Diskósúpa til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni, gestir taka þátt í að útbúa súpuna og kl 15:30 verður súpan klár og plötusnúður kemur til að þeyta skífum. Borðum súpuna saman ásamt veitingum frá Café Flóran þar sem þetta mikilvæga umhverfismál er rætt í þaula.
Nemendur úr Hótel og Matvælaskólanum í MK fræða jafnaldra sína um mat og matartengd málefni.
Laugardaginn 19. október 11:00 – 17:00 er matarmarkaður Samtaka Smáframleiðenda Matvæla og Beint frá Býli.
• Súrkál fyrir Sælkera
• Ásakaffi góðgæti
• Huldubúð
• Sólheimar sjálfbært samfélag
• ÁsaG heitar súkkulaðibombur
• R-rabarbari
• Búkonan – matarhandverk
• Breiðagerði
• Háafell Geitfjársetur
• Hrísakot
• Loki foods
• Svava Sinnep
• Krispa Fisk Snakk
• Krukkur og kruðerý
Viðburðinn er ókeypis og öllum opinn.
Meira
Tími
18.10.2024 11:00 - 19.10.2024 17:00(GMT+00:00)