Bjórhátíðin 2023 verður haldin 23. og 24. júní, þar sem brugghús og veitingastaðir koma saman til að para saman frábæran bjór með gjegguðum mat.
Bjórhátiðin verður í stóru tjaldi sem verður reist við brugghúsið The Brothers Brewery í Eyjum frá kl 16-20:00 föstudaginn 23. og 15-19:00 laugardaginn 24. júní.
Ásamt Íslenskum brugghúsum munu handverksframleiðendur á sterku áfengi, kokteilum og náttúruvíni einnig láta sjá sig á hátiðinni. Nokkur erlend brugghús hafa nú þegar líst yfir vilja að koma á hátíðina. Miðað við stemningu síðustu ára má búast við hörku fjöri í Eyjum þessa helgi og að miðar munu væntanlega seljast á einhverjum tíma upp.