Claus Henriksen verður gestakokkur á Dill, 19. til 28. september. Er þetta í annað sinn sem að Claus Henriksen verður gestakokkur á Dill, en hann sló eftirminnilega í gegn á Food & Fun árið 2009 þegar Dill var staðsett í Norræna Húsinu.
Claus hefur á sinn einstaka hátt náð að fullkomna tæknina við að sameina hefðbundna matreiðslu með framúrstefnulegu bragði, og hafa veitingastaðir undir hans stjórn dregið til sína fjölda viðurkenninga í gegnum tíðina. Hans nýjasta og núverandi verkefni er veitingastaðurinn MOTA í útjaðri Kaupmannahafnar, en sá staður fékk hina eftirsóttu Michelin stjörnu árið 2022 eftir að hafa einungis opnað 8 mánuðum áður.
Nýverið var MOTA valinn veitingastaður ársins í Danmörku af hinu virta danska tímariti “Den Danske Spiseguide”.