Vertu memm

Dómaranámskeið með Íslandsvininum Gert Klötzke

01okt09:0017:00Dómaranámskeið með Íslandsvininum Gert KlötzkeEftir

Upplýsingar um viðburð

Iðan Fræðslusetur í samstarfi við Klúbb Matreiðslumeistara og matreiðslumeistarann Gert Klötzke, heldur dómara- og keppnis námskeið fyrir matreiðslumenn þann 1. október næstkomandi í Húsi Fagfélaganna, Stórhöfða 31.

Um er að ræða átta klukkustunda stunda námskeið þar sem farið verður í nýjustu strauma og stefnur í keppnismatreiðslu.

Námskeiðið er hugsað til að auka færni íslenskra matreiðslumanna í dómgæslu í viðurkenndum matreiðslukeppnum og einnig fyrir keppendur sem vilja auka skilning á reglum og viðmiðum dómara í matreiðslukeppnum.

Námskeiðið er fyrsta skrefið í að öðlast viðurkennd alþjóðleg dómararéttindi í matreiðslu.

Nánari upplýsingar á vef Iðunnar Fræðsluseturs, idan.is

Meira

Tími

01.10.2024 09:00 - 17:00(GMT+00:00)