Nýr pizzustaður tekinn við af Flatbökunni í Mathöll Höfða

Nýr pizzustaður er tekinn við af Flatbökunni í Mathöll Höfða og heitir nýi staðurinn Talay´s Pizza. Eigandi staðarins er Selim Talay sem starfaði áður á Flatbökunni. Á Talay´s Pizza færðu súrdeigspizzur og er sérstaklega mælt með Taylay´s Pizzunni, sem inniheldur: trufflu rjómaostasósu, parmaskinku, basil, ferskan mozzarella, parmesan og svartan pipar. Myndir: aðsendar