COVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu, tímabundið í fjóra daga frá og með deginum í dag 18. september til 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Meðfylgjandi er minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um þessar ráðstafanir. … Halda áfram að lesa: COVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið