Markaðurinn
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
Þjónn í hlutastarf – Hótel Reykjavík Saga – Hlutastarf
Umsóknarfrestur: 14.03.2025
Ertu að leita að skemmtilegu starfi í líflegu og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Saga óskar eftir að ráða til sín reynslumikla þjóna í hlutastarf á veitingastaðinn, Fröken Reykjavík. Vinnutími felur í sér vinnu aðra hverja helgi ásamt nokkrum kvöldvöktum á viku. Vaktarplan er sveigjanlegt og hægt að aðlaga að stundarskrá ef þörf er á. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni:
- Fagleg móttaka gesta.
- Almenn þjónusta við borð í veitingasal.
- Upplýsingagjöf til gesta um matseðil og hráefni.
- Halda vinnusvæði snyrtilegu og hreinu.
- Þjónusta við gesti og sala.
- Samvinna með öðrum deildum til að ná markmiðum í þjónustu gesta.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund.
- Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Góð enskukunnátta.
- Lágmarksaldur 20 ára.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hótelið ljáir Lækjargötunni nýjan blæ og hönnunin er nútímaleg og klassísk í senn. Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni. Á hótelinu má finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar.
Barþjónn – Fosshótel Reykholt – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 21.03.2025
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Reykholt óskar að ráða til sín barþjón í veitingadeild. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok mars og geta unnið út október.
Starfssvið
- Þjónusta við gesti og samskipti við þá.
- Framreiðsla matvæla og drykkja.
- Uppsetning, frágangur og þrif á bar.
- Ýmis tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
- Reynsla af gerð kokteila.
- Reynsla af sambærilegum störfum.
- Framúrskarandi samskiptafærni, jákvætt viðmót og sveigjanleiki.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
- Gott vald á ensku (skilyrði), önnur tungumál kostur.
- Almenn tölvukunnátta.
Í boði er húsnæði til leigu.
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.
Lærðu meira um Fosshótel Reykholt
Þjónn – Fosshótel Vestfirðir – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 21.03.2025
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Vestfirðir óskar að ráða til sín þjóna á morgun- og kvöldvaktir frá 21. apríl – 1. október. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni:
Morgunvakt:
- Undirbúningur og frágangur á morgunverðarhlaðborði.
- Uppsetning, áfylling og frágangur matvæla.
- Þrif í veitingasal og eldhúsi.
- Eftirlit með hreinlæti og frágangur á matvöru fyrir næsta dag.
- Ýmis tilfallandi verkefni.
Kvöldvakt:
- Almenn þjónusta við borð í veitingasal.
- Fagleg móttaka gesta og sala.
- Upplýsingagjöf um matseðil og hráefni.
- Samvinna við aðrar deildir til að veita framúrskarandi þjónustu.
- Umsjón með starfsmannamat og önnur tilfallandi verkefni.Halda vinnusvæði snyrtilegu og hreinu.
- Ýmis tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund.
- Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Lágmarksaldur 20 ára.
Í boði er húsnæði til leigu.
Hentar einnig vel fyrir vini eða pör.
Vestfirðir eru þekktir fyrir stórbrotið landslag og ósnortna náttúru. Fosshótel Vestfirðir er fallega innréttað og glæsilegt þriggja stjörnu hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt í stórkostlegar náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda.
Yfirþjónn – Fosshótel Stykkishólmur – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 21.03.2025
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Stykkishólmur óskar að ráða til sín yfirþjón í veitingadeild. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. júní.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg stjórnun, skipulag og framkvæmd verkefna í veitingasölum.
- Þjónusta og samskipti við gesti.
- Almenn vaktstjórn í veitinga-, fundar- og veislusal.
- Fagleg þjálfun starfsmanna.
- Umsjón með mönnun vaktar, afleysingar í fríum og veikindum.
- Miðlun upplýsinga til annars starfsfólks og milli vakta.
- Fagleg úrlausn mála sem upp kunna að kom.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund.
- Sveinspróf í framreiðslu er kostur.
- Fagmannleg framkoma.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Góð íslensku- og/eða ensku kunnátta.
- Reynsla af veitingastörfum skilyrði.
- Lágmarksaldur 25 ára.
Í boði er húsnæði til leigu.
Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús sem býður upp á a la carte seðil þar sem hráefnið er sótt úr nærumhverfinu og innblásturinn kemur úr náttúrunni.

-
Markaðurinn1 klukkustund síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir