Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Villibráð á veitingastaðnum Gallery á Hótel Holti – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti

Við félagarnir sáum að veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti, býður upp á Hreindýrahamborgara á hádegisseðlinum þessa dagana og ákváðum við að slá til og smakka.

Veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti

Eitt laugardagshádegið vorum við mættir á svæðið og var okkur vísað á borð um leið og við komum inn, færður matseðill og boðnir drykkir og var úr að við pöntuðum vatn og bensín á kantinn og svo völdum við eftirfarandi rétti:

Veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti

Veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti

Grafin Gæs, ferskt Salat, Hindber, Súkkulaði og ristaðar Valhnetur

Grafin Gæs, ferskt Salat, Hindber, Súkkulaði og ristaðar Valhnetur

Mjög girnilegt og ferskt, en maður hálfsaknaði gæsabragðins sem vantaði.

Hreindýraborgari með Bláberja- og Rauðlaukssultu, Gráðostakremi og hleyptu Eggi í Rauðrófusafa Borið fram með Frönskunum okkar og Piparrótar / Hollandaisesósu

Hreindýraborgari með Bláberja- og Rauðlaukssultu, Gráðostakremi og hleyptu Eggi í Rauðrófusafa
Borið fram með Frönskunum okkar og Piparrótar / Hollandaisesósu

Hreindýraborgari

Hreindýraborgari

Flott framsetning, glæsileg samsetning á bragði og nánast óaðfinnalegur réttur, eina við félagarnir vorum ekki sammála um steikinguna á kjötinu, en það er bara á milli okkar.

Þjónustan var fagleg og þægileg, tónlistin var glæsileg klassísk og heyrðist bara þegar hlustað var eftir henni og alveg í stíl við umhverfið og matinn.

Glæsileg umgjörð og matur hjá þeim, ég er strax farinn að hlakka til næstu heimsóknar.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið