Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Vík í Mýrdal – lokakafli – Veitingarýni: Systrakaffi, Hótel Geirland og hótel Klaustur

Birting:

þann

Vöknuðum sprækir og vorum komnir í morgunmatinn um 9 leitið, tekin nettur hringur á honum og spjallað við hótelstjórann áður en lagt var í hann á næsta áfangastað sem var Kirkjubæjarklaustur.

Systrakaffi

Við vorum ekkert að flýta okkur og var bara keyrt í rólegheitum austur og er við komum þangað var staðan tekin, við ætluðum að byrja á að fara í hádegismat á Systrakaffi.

Við röltuðum inn, fengum okkur sæti og voru boðnir matseðlar og tilkynnt að réttir úr hrefnu, sjóbirting og íslenskur diskur væri ekki til, ok en ég hafði hlakkað til að smakka reyktan sjóbirting, en það verður bara seinna.

Við pöntuðum eftirfarandi:

Súpa dagsins: Ostasúpa með volgu brauði

Súpa dagsins: Ostasúpa með volgu brauði

Óvenjuleg, en góð upplifun með ágætu brauði.

Plokkfiskur Borinn fram með rúgbrauði, íslensku smjöri og salati

Plokkfiskur
Borinn fram með rúgbrauði, íslensku smjöri og salati

Skemmtileg framsetning og mjög bragðgóður.

Gæsa gourmet Grafin gæs á ruccola beði með bláberjum og parmesanflögum

Gæsa gourmet
Grafin gæs á ruccola beði með bláberjum og parmesanflögum

Frábær réttur og glimrandi framsetning.

Eplakaka Borin fram með þeyttum rjóma

Eplakaka
Borin fram með þeyttum rjóma

Klassísk kaka sem engan svíkur.

Fórum við bara þokkalega sáttir út og næst var stoppað í hinum enda hússins en þar var verslun og viti menn þar var til sölu harðfiskur og fersk hrefna, spurning hvort veitingastaðurinn viti ekki hvað verslunin við hliðina hefur til sölu. Eftir búðarferð var tekið hús á næsta stað, en það var Klausturhólar dvalarheimili aldraða, ekki það að við værum að sækja um pláss, heldur var Sigurvin þar í erindagjörðum fyrir Félag yfirmanna heilbrigðisstofnana og var gaman að fá smá innsýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á svona stofnun.

Hótel Geirland

Næsti viðkomustaður var Hótel Geirland ,þar sem við tókum hús á henni Erlu Ívarsdóttur hóteleiganda spjölluðum við dággóða stund með henni og voru þær samræður virkilega skemmtilegar, en þess skal geta að hún er fyrsti islenski kvenmaðurinn sem tekur sveinspróf í matreiðslu hér á landi.

Icelandair hotels Klaustur

Næst lá leiðin á Icelandair hotels Klaustur, þar sem að á móti okkur tók hótelstjórinn Sveinn Hreiðar Jensson og bauð okkur að setjast inn á barinn þar til væri búið að opna salinn, en verið var að dekka salinn upp fyrir tvo stóra hópa sem kæmu í mat kl 19:00.

Emil Karsbek

Emil Karsbek

Alexandra og Sveinn hótelstjóri

Alexandra og Sveinn hótelstjóri

Um hálf sjö var okkur vísað í salinn og boðnir drykkir og varð það að samkomulagi að eldhúsið réði ferðinni, en þar ræður ríkjum kokkurinn Emil Karsbek og má geta þess að bæði hann og Sveinn hótelstjóri rekja ættir í Skaftafellssýslu og til Danmerkur.

Fyrst komu ylvolgar brauðbollur með smjöri

Fyrst komu ylvolgar brauðbollur með smjöri

Rjómalöguð fiskisúpa. Bætt með saffran og borin fram með hleyptu eggi, reyktri klaustursbleikju og jurtum úr garðinum okkar

Rjómalöguð fiskisúpa.
Bætt með saffran og borin fram með hleyptu eggi, reyktri klaustursbleikju og jurtum úr garðinum okkar

Óvenjuleg súpa, en gott fiskbragð, hæfilegt magn garnis og frumleg framsetning.

Lambacarpaccio. Þynnur af bláberjamaríneruðu lambainnralæri bornar fram með klettasalati, bláberjum, súrum úr garðinum okkar og malt dressingu

Lambacarpaccio.
Þynnur af bláberjamaríneruðu lambainnralæri bornar fram með klettasalati, bláberjum, súrum úr garðinum okkar og malt dressingu

Þessi réttur kom skemmtilega á óvart, bragðið passaði vel saman og maltbragðið féll vel að hinum bragðinu.

Klaustursbleikja. Pönnusteikt og framreidd með snöggsteiktri fenníku og blaðlauki, smælki, sítrus hollandaise sósu og sólselju úr garðinum okkar

Klaustursbleikja.
Pönnusteikt og framreidd með snöggsteiktri fenníku og blaðlauki, smælki, sítrus hollandaise sósu og sólselju úr garðinum okkar

Alveg ólýsanlega bragðgott, enn og aftur kom eldhúsið á óvart

Kjúklingabringa. Smjörsteikt og framreidd með snöggsteiktu toppkáli í eplaediki, hægelduðum kirsjuberjatómötum og malt- og appelsínu sósu

Kjúklingabringa.
Smjörsteikt og framreidd með snöggsteiktu toppkáli í eplaediki, hægelduðum kirsjuberjatómötum og malt- og appelsínu sósu

Þetta er einn besti kjúklingaréttur sem ég hef smakkað um ævina.

Birkimarineraðar grísahnakkasneiðar með ratatouille grænmeti, steiktum kartöflum og malt og appelsínusósu ( á toppnum er djúpsteikt steinseljurót )

Birkimarineraðar grísahnakkasneiðar með ratatouille grænmeti, steiktum kartöflum og malt og appelsínusósu ( á toppnum er djúpsteikt steinseljurót )

Þetta var alveg brilliant samsetning og gaman að upplifa steinseljurótina á nýjan máta .

Eldur og ís. Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari fylgist vel með

Eldur og ís.
Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari fylgist vel með

Eldur og ís. Sæt og súr súpa úr rabarbara úr garðinum okkar. Borin fram heit með vanilluís frá Suðurfossi í Vík og ferskum berjum

Eldur og ís.
Sæt og súr súpa úr rabarbara úr garðinum okkar. Borin fram heit með vanilluís frá Suðurfossi í Vík og ferskum berjum

Mögnuð framreiðsla og svakalega bragðgott, maður tókst hálfpartinn á loft vegna ferskleika.

Íslenskt tiramisu úr skyri, mysing, súrmjólk og hvítu súkkulaði, fyllt með bláberjum á dönskum brauðraspi, borið fram með bláberjum og bláberjasósu

Íslenskt tiramisu úr skyri, mysing, súrmjólk og hvítu súkkulaði, fyllt með bláberjum á dönskum brauðraspi, borið fram með bláberjum og bláberjasósu

Kom svolítið á óvart, en þegar upp var staðið var það bara þrælgott.

Þetta var heilt yfir frábær kvöldstund og maturinn frábær og þjónustan ekki síðri og bar þess merki að hún var undir stjórn fagmanns. Þökkuðum við kærlega fyrir okkur og fórum út í bíl í smá rúnt til Reykjavíkur glaðir í bragði.

Fleira tengt efni:

Vík í Mýrdal – 1. kafli

Vík í Mýrdal – 2. kafli

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið