Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðurinn Krua Thai í stað Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg

Birting:

þann

Skólavörðustígur 21

Skólavörðustígur 21

Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21.  Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili.

Stefnt er að opnun Krua Thai næsta sumar og mun veitingastaðurinn teygja anga sína yfir jarðhæðina þar sem í dag er hönnunarverslunin Insula og Fatabúðin, sem verið hefur á staðnum frá árinu 1947. Þá er veitingastaðurinn Noodle Station einnig í húsinu en Sonja segir að leigusamningur þeirra renni út í ágúst 2015 og verður hann ekki endurnýjaður, að því er fram kemur á mbl.is.

Hún segir að um átta íbúðir séu á efri hæðum hússins og eru þær allar komnar í útleigu til einstaklinga en leigusamningarnir gilda til næsta sumars.  Eftir þann tíma segir hún að íbúðunum verði mögulega breytt í einhvers konar gistiheimili.

Á mbl.is kemur fram að Sonja festi kaup á húsnæðinu í lok októbermánaðar.  Fyrir á hún Krua Thai á Tryggvagötu í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi.

 

Mynd: skjáskot af google korti

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið