Vertu memm

Keppni

Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú

Birting:

þann

Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú

Sendiráð Bandaríkjanna tók þátt í Opnum Degi á Ásbrú og hélt meðal annars keppni um bestu bökuna og Chili keppni.

Í dómnefnd um bestu bökuna var fulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna Grace O´Friel ásamt Sigurjóni Harðarsyni bakarameistara úr Sigurjónsbakaríi í Reykjanesbæ og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.  Keppnin var opin almenningi.

Gígja með bestu bökuna
Eplabaka Ragnheiðar Guðmundsdóttur varð í öðru sæti en eplabaka Gígju Sigríðar Guðjónsdóttur var valin besta bakan sem Sigurjónsbakarí mun bjóða upp á í bakaríinu sínu nú í júní mánuði.

 

Chili keppni
Í Chili keppninni voru það veitingastaðir sem kepptu um besta Chili réttinn.  Í dómnefnd voru Chargé d´Affaires Paul O´Friel frá sendiráði Bandaríkjanna ásamt Friðriki Sigurðssyni fulltrúa Food and Fun og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.

Veitingastaðir úr Reykjanesbæ tóku þátt í keppninni, en keppt var í þremur flokkum: Chili con Carne (chili með kjöti), Chili sin Carne (chili án kjöts) ásamt keppni um sterkasta chili réttinn.

Í keppninni um besta Chili Con Carne var veitingastaðurinn Duus í öðru sæti, en með sigur af hólmi fór veitingastaðurinn Langbest. Veisluþjónustan Menu Veitingar var með besta Chili sin Carne. Og í keppninni um sterkasta chili réttinn var Duus í öðru sæti en með sigur af hólmi fór veisluþjónustan Menu Veitingar.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið