Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

UNO býður upp á Aperitivo og innifalið er „antipasti“ hlaðborð

Birting:

þann

Uno Restaurant

Veitingastaðurinn UNO ætlar um komandi helgi að bjóða upp á aperitivo eins og vinsælt er á Ítalíu.  Margir íslendingar sem hafa ferðast til Ítalíu, hvort sem er í skíða-, sólar- eða menningarferðir þekkja þessa skemmtilegu hefð og hafa saknað þess að hvergi sé hægt að fá ekta Ítalskan aperitivo í miðbænum.

Fyrir þá sem ekki þekkja fer aperitivo fram á milli 17:00 og 19:00 á hinum hefðbundna eftir vinnu / Happy hour tíma.  Fólk hittist á barnum og fær sér drykk, oft glas af freyðivíni, og innifalið í verði drykkjarins er smá matarbiti, segir í fréttatilkynningu.

Kokkarnir á UNO, sem eru fyrir löngu orðnir þekktir fyrir heimatilbúna pastað, ætla að setja upp lítið hlaðborð með ólívum og öðru „antipasti“, skinkum, pylsum auk sýnishorna af réttum á matseðlinum.

Aperitivo verður í boði á UNO fimmtudag, föstudag og laugardag næstu helgar.

 

Mynd: aðsend

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið