Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þórir Bergsson opnar nýjan veitingastað í húsi Sjávarklasans

Birting:

þann

Bergsson Mathús

Maturinn á nýja staðnum verður með svipuðu móti og fólk þekkir úr Templarasundinu en enn meiri áhersla verður á fisk á matseðlinum.
Mynd: Sverrir Halldórsson

Veitingastaðurinn Bergsson mun í byrjun apríl opna í húsi Sjávarklasans þar sem mikil áhersla verður lögð á fisk á matseðlinum, en Bergsson mathús opnaði í Templarasundi sumarið 2012. Þórir Bergsson matreiðslumaður og eigandi Bergsson Mathús, segir undirbúning vera í fullum gangi.

Þetta verður hádegisverðarstaður en svo ætlum við að bjóða upp á „happy hour“ eftir vinnu á fimmtudögum og föstudögum ef það verður stemning fyrir því. Svo er hægt að leigja staðinn fyrir smærri og stærri hópa á kvöldin.

Það var að frumkvæði stjórnenda Sjávarklasans að veitingastaðurinn opnaði á þessum stað.

Þeir vilja gera meira úr húsinu annað en að vera skrifstofuhúsnæði. Þarna er líka yndislegt og frábært útsýni. Þetta er góður vettvangur til að gera svona hádegisstað og það vantar meira svona.

, segir Þórir í samtali við Viðskiptablaðið.

Hús Sjávarklasans

Hús Sjávarklasans var formlega opnað 26. september 2012 að Grandagarði 16. Í sjávarklasanum eru mörg ólík fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt.
Mynd: skjáskot af google korti

Maturinn á nýja staðnum verður með svipuðu móti og fólk þekkir úr Templarasundinu en enn meiri áhersla verður á fisk á matseðlinum. Samhliða opnuninni verður meira lagt upp úr kvöldunum á Bergsson mathúsi í Templarasundi þar sem meira verður um viðburði. Þórir hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann til liðs við sig til að taka þátt í þeim breytingum, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið