Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Suðurland | 2. kafli | Veitingarýni: Hótel Flúðir og Hótel Geysir

Birting:

þann

Stracta hótel á Hellu

Stracta hótel á Hellu

Vöknuðum um áttaleitið eftir góðan svefn í mjög góðum rúmum, skveruðum okkur af og skelltum okkur í morgunmatinn og var hann mjög góður, sátum í rólegheitum og spáðum í daginn, en bílstjórinn var með veðurspána á hreinu.

Kvöddum með virktum og þökkuðum fyrir frábært treatment á hótelinu og hlökkum til að koma þar í sumar og sjá garðinn í sínum blóma.

Hótel Flúðir

Hótel Flúðir

Valbjörn Sæbjörnsson, Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson á Hótel Flúðum

Lögðum við af stað á Flúðir en þar ætluðum við að taka hús á þeim hótelstjórahjónum Guðmundi Sigurhanssyni og Margréti Runólfsdóttur, en þau hafa rekið hótel Flúðir frá árinu 2001.

 

Gengum inn á hótelið og eiginlega í flasið á hótelstjórunum, það var heilsast og sest niður við borð og strax boðið kaffi, jú ókei en ég vildi fá eitthvað að borða og úr varð að matreiðslumeistari staðarins Valbjörn Sæbjörnsson ( bróðir ritstjórans ) lagaði signature disk hótelsins Rjómalagaða kjörsveppasúpu með sveppum frá Flúðum, smakkaðist hún virkilega vel og gott brauð með.

Hótel Flúðir

Brauð

Hótel Flúðir

Rjómalöguð kjörsveppasúpa

Svo var kjaftað og um hvað haldið þið? …. auðvitað um veitingabransann, en eins og vanalega er af nógu að taka, svo kvöddum við, þar sem fullt var um kvöldið í jólahlaðborð og héldum okkar leið, en næsta stopp var gistiheimilið Húsið í Reykholti og eftir smá leit fundum við húsið og inn og komum okkur fyrir í herberginu, fleygðum okkur í beddan í slökun fram að kvöldmat.

Húsið í Reykholti

Húsið í Reykholti

Hótel Geysir

Um hálfsexleitið lögðum við af stað en för okkar var heitið á Hótel Geysir hjá Bjarka Hilmarssyni yfirmatreiðslumeistara og ætluðum að njóta jólahlaðborðs staðarins sem er orðið landsfrægt.

Hótel Geysir

Bjarki Hilmarsson ásamt starfsfólki eldhússins

 

Hér getur að líta hvað var á borðinu þetta árið:

Hótel Geysir

Rauðrófusúpa með nautakjöti

Jólasmakk-Inngangur að jólum
Rauðrófusúpa með nautakjöti

Forréttir
Síldarsalöt, fennelgrafinn lax, sjávarréttasalat, reyktur makríll með peru, heimalagað hreindýrapate, reykt gæsarúlla með sesamosti, hrefna jakitory, grafið hreindýr, reykt önd, kjúklingalifrarflan, grafinn geit, geitapylsur, söltuð nautasíða með sinnepskornum, reykt hrefna.

Laufabrauð, flatkökur, hverabrauð, ásamt viðeigandi sósum og meðlæti.

Kaldir aðalréttir
Birkireykt hangikjöt, hamborgarahryggur, andabringa.

Heitir aðalréttir
Hreindýr, purusteik, Lambalæri og nautahryggur.

Meðlæti
Heimalagað rauðkál, rauðvínssoðnar perur, fíkjur, sýrðar agúrkur, rauðvínssósa, rjómalöguð sveppasósa, uppstúf, sykurbrúnaðar kartöflur ofl.

Eftirréttir
Hvítsúkkulaði crème brulle með skógarberjum, Riz a la mandle, sherrytriffle og konfekt.

Uppsetningin á borðinu var glæsileg og gott aðgengi að öllu, rauðrófusúpan var sniðug, allir að koma inn úr kulda og fá stax á borðið smáyl, salurinn var sigraður.

Svo hófst borðhaldið og borðuðum við okkur í gegnum öll herlegheitin og alltaf kom sama orðið upp í huga okkar mjög gott, samt er alltaf eitthvað sem toppar og í þetta sinn var það Geitapylsan, fennelgrafinn lax, söltuð nautasíða, gæsarúlla með sesamosti, hreindýrið, rauðvínssoðnar perur og sherrytriffle.

Hótel GeysirÞjónustan var alvöru, nóg af mannskap og alltaf þjónn innan seilingar og þær voru allar með litla ljósaseríu í hárinu og gaf það skemmtilegan svip á salinn.

Þau voru svolítið þung sporin er við kvöddum, það saddir vorum við, mér er til efs að það sé í boði glæsilegra jólahlaðborð á landinu, allt lagað frá grunni á staðnum, enda bragð og áferð samkvæmt því.

Hafðu bestu þakkir Bjarki, þú getur verið stoltur með þína faglegu vinnu í sveitinni.

Fleira tengt efni:

Suðurland | 1. kafli | Veitingarýni: Cafe Krús og Stracta hótel á Hellu

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið