Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Samið við Benedikt og Edinborgarbræður um Félagsheimili Bolungarvíkur

Birting:

þann

Félagsheimili Bolungarvíkur

Félagsheimili Bolungarvíkur

Nýju logoin hjá Edinborgarbræðrum

Nýju logoin hjá Edinborgarbræðrum

Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi í lok september að ganga til samninga við Benedikt Sigurðsson í samstarfi við Guðmund og Sigurð Helgasyni um stöðu forstöðumanns og veitingaaðila Félagsheimilis Bolungarvíkur.

Guðmundur og Sigurður reka einnig veitingastaðinn Edinborg á Ísafirði og hótelið á Núpi í Dýrafirði.

Fimm umsóknir bárust um starf forstöðumanns og/eða veitingaaðila Félagsheimilis Bolungarvíkur:

  • Benedikt Sigurðsson
  • Fjölnir Már Baldursson
  • Guðmundur Helgason og Sigurður Helgason
  • Haukur Vagnsson og Wioleta Szuba
  • Ingólfur Hallgrímsson og Sigurbjörg Hallgrímsdóttir

Ýmis skilyrði þurfti að uppfylla, en mikil áhersla er lögð á að hafa fjölbreytta starfsemi í húsið í formi viðburða.  Félagsheimili Bolungarvíkur var opnað eftir gagngerar endurbætur í apríl 2011 auk þess sem byggt var við húsið.  Í húsinu er tryggt aðgengi fyrir alla.  Húsið er fjölnota hús sem hentar jafnt fyrir tónleikahald, leiksýningar,  ráðstefnur og fundi.  Þá henta salirnir í húsinu og útisvæðið sunnan við húsið vel fyrir hverskyns veisluhöld, árshátíðir og ættarmót.

Þá er til staðar í húsinu fullkomið eldhús og barir ásamt tilheyrandi borðbúnaði til veitingaþjónustu.

 

Mynd: bolungarvik.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið