Vertu memm

Starfsmannavelta

Rúmlega 100 milljóna gjaldþrot Hótels Egilsstaða

Birting:

þann

Hótel Egilsstaðir

Engar eignir fundust í búi Hótels Egilsstaða en skiptum á búinu lauk fyrir skemmstu. Lýstar kröfur í búið námu rúmum 103 milljónum króna.  Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember en skiptum lauk í vor.

Hótel Egilsstaðir var með rekstur í Valaskjálf á Egilsstöðum, að því er fram kemur á heimasíðu Austurfréttar.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar skiptaloka á móðurfélagi þess, Hótel Sól, sem einnig rak hótelið á Reyðarfirði.  Nær engar eignir fundust upp í kröfur á hendur því upp á tæpan 1,5 milljarð króna.

Valaskjálf var auglýst til sölu í mars 2013 og er enn á sölu. Hótelið er þó í rekstri í sumar en fasteignirnar eru í eigu Landsbankans.

Ásett verð er 210 milljónir króna og nær það yfir bæði húsin, annars vegar félagsheimili byggt árið 1966 og hins vegar hótelið sem byggt var 1977.

 

Mynd: skjáskot af google korti.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið