Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús í Reykjanesbæ | Knús Caffé

Birting:

þann

Guðmundur Þ. Þórðarson og Elwira Gibowicz

Guðmundur Þ. Þórðarson og Elwira Gibowicz

Knús Caffé er nýtt kaffihús sem hefur verið opnað í Reykjanesbæ við Hafnargötu 90, þar sem boðið er upp á létta rétti, samlokur, súpa í hádeginu á virkum dögum og kökur af ýmsu tagi og er nær allt bakað á staðnum. Eigendur eru Elwira Gibowicz og Guðmundur Þ. Þórðarson og er opnað klukkan 07°° á virkum dögum og klukkan 11°° um helgar, en salurinn tekur 100 manns í sæti. Lokað er þegar síðasti viðskiptavinur fer, þó ekki seinna en kl 23:00.

 

Hugmyndin kviknaði fyrir mörgum árum, en nú reyndist rétti tíminn þegar Elwira var að koma úr fæðingarorlofi og því var slegið til að opna Knús Caffé. Við fundum í hjarta okkar að Knús barnanna okkar og kaffi á morgnana gefur lífinu gildi.

… sagði Guðmundur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort langþráður draumur að rætast hjá þeim að opna kaffihús.

 

Fallegur og rúmgóður staður

Fallegur og rúmgóður staður

Knús Caffé er við Hafnargötu 90 í  Reykjanesbæ

Knús Caffé er við Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ

Myndir og texti: Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið