Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ | Áformað að opna 9 veitingastaði um land allt

Birting:

þann

Grímur Grallari á Fitjum

Grímur Grallari er nýr veitingastaður sem nú er í framkvæmdum í Reykjanesbæ sem staðsettur verður á Fitjum í Njarðvík.  Áætlað var að opna 1. maí s.l. samkvæmt facebook síðu þeirra, en vegna seinkun á afhendingu á vörum frá birgjum og einnig uppsetningar á tækjum ofl. þá var ákveðið að fresta opnuninni.

Grímur Grallari opnar í Njarðvík til að byrja með.  Allt á fullu að koma þessum stað í gang.

, segir í tilkynningu 23. maí s.l. á facebook síðu Grími Grallara.

Grímur Grallari er staðsettur við hliðina á Orkunni á Fitjum

Grímur Grallari er staðsettur við hliðina á Orkunni á Fitjum

Boðið verður upp á BBQ rétti, grísasamloku, kjúkling, svínarif, pylsur, paníni, Fiskur og franskar svo fá eitt sé nefnt.

Framkvæmdastjórar eru Grímur Valsson og Sverrir Júlíusson.  Opnunartíminn er sunnud. til fimmt. frá kl. 11:00 til 23:00 og föst-, og laugardag verður opið frá kl. 11:00 til 03:00. Boðið er upp á heimsendingar alla daga.

Áformað er að opna 9 veitingastaði um land allt, að því er fram kemur á facebook síðu Grími Grallara og átti að opna einn veitingastað á Akranesi 15. maí s.l., en eins og áður segir þá opnar Grímur Grallari í Njarðvík í Reykjanesbæ til að byrja með.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið