Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Hvammstanga

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga

Matseðillinn

Sjávarborg er nýr veitingastaður en hann er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands á Hvammstanga.

Veitingastaðurinn leggur aðaláherslu á sjávarfang í bland við girnilegar steikur og aðra rétti. Boðið er upp á hópamatseðil sem og À la carte matseðil.  Rekstraraðilar Sjávarborgar eru þau sömu og að Sveitasetrinu Gauksmýri og framkvæmdastjóri er Jóhann Albertsson.

Sjávarborg sér um að elda matinn fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra og er maturinn eldaður á veitingastaðnum og fluttur yfir í skólann þar sem hann er framreiddur til nemenda og starfsfólks.

Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsnæðinu og er veitingastaðurinn hið glæsilegasta og frábært útsýni fyrir gesti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Frá framkvæmdum:

 

Veitingastaðurinn Sjávarborg:

 Skoðaðu umhverfið hér:

 

 

Myndir: af facebook síðu Sjávarborg.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið