Vertu memm

Markaðurinn

Nýi Convotherm 4 ofninn frumsýndur í Fastus í dag | Siggi Helga verður samhliða með Bocuse d´Or æfingu

Birting:

þann

Bocuse d´Or æfing í Fastus - 2014

Í dag, fimmtudaginn 13. nóvember frá kl. 16.00-19.00 verður nýi Convotherm 4 ofninn frumsýndur í húsakynnum Fastus.  Convotherm er eins og flestir vita aðalstyrktaraðili Bocuse d‘Or keppninnar í Lyon í Frakklandi sem haldin verður í janúar 2015.

Sérfræðingar frá Convotherm í Þýskalandi verða á staðnum og upplýsa í hverju helstu kostir Convotherm ofnsins liggja.

Sigurður Helgason matreiðslumaður á Grillinu – Hótel Sögu, sem keppir fyrir Íslands hönd í næstu Bocuse d´Or keppni 2015 verður með fulla æfingu þennan dag þannig að það ætti að vera áhugavert fyrir alla matreiðslumenn að mæta og fylgjast með.

Við hvetum matreiðslumenn og aðra fagmenn að koma og kynna sér þennan frábæra ofn.

Kveðja, starfsfólk Fastus.

 

Mynd: Matthías

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið