Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

NORD valið fjórða besta veitingahús á flugvelli í heiminum og í fyrsta sæti í Evrópu

Birting:

þann

Veitingastaðurinn NORD í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Feðgarnir Kristján Sæmundsson og Sæmundur Kristjánsson matreiðslumeistarar

Tímaritið Mens Journal hefur valið NORD veitingahús í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjórða besta veitingahús á flugvelli í heiminum og í fyrsta sæti í Evrópu.

Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri NORD, segir þetta mikinn heiður og viðurkenningu á þeirri stefnu sem keyrð hefur verið undanfarin ár á veitingastaðnum.  Fyrsta flokks hráefni, matgerð á staðnum, gott vöruúrval miðað við ferðatíma viðskiptavina fyrirtækisins og frábærir starfsmenn hafa skapað þessa viðurkenningu.

Við eigum þegar stóran hóp fastra viðskiptavina bæði innlendra og erlendra. Þeir hafa einnig með ábendingum og hrósi sínu hálpað okkur í þessari vegferð.

Fyrir flugstöðina er þetta enn ein fjöður í hattinn, en sem kunnugt er hefur flugstöð Leifs Eiríkssonar unnið til margvíslegra verðlauna og viðurkenninga á undarförnum árum.

Meðfylgjandi myndir eru frá opnun NORD 15. maí 2009:

 

Í eftirfarandi myndbandi má sjá þegar fréttamenn veitingageirans kíktu á NORD þegar veitingastaðurinn opnaði, en hér er hægt að skoða afraksturinn í bundnu máli, myndum og vídeó:

 

Myndir: Matthías

/Smári

twitter og instagram icon

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið