Vertu memm

Keppni

Myndir frá úrslitakeppninni Matreiðslumaður ársins 2015

Birting:

þann

Keppnin Matreiðslumaður ársins 2015 - Atli Erlendsson

Atli Erlendsson fagnar hér sigri af mikilli innlifun

Eins og kunnug er þá hlaut Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 í dag eftir skemmtilega lokakeppni í Hörpu.  Annað sætið hlaut Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður í Vodafone og var yfirdómari keppninnar Matti Jänsen frá Finnlandi.

Verkefni keppenda var að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.

Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár.  Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd. Þar voru fjórir hlutskarpastir og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppninni í dag, þeir Atli og Steinn, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn og Kristófer Hamilton Lord Lava Bláa Lónið.

Myndir frá því í gær þegar keppendur voru upplýstir um hvaða hráefni þeir fengu fyrir keppni:

 

Myndir frá úrslitum:

Keppnin Matreiðslumaður ársins 2015

Keppnin Matreiðslumaður ársins 2015

 

Myndir: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið