Vertu memm

Bocuse d´Or

Mikil stemning hjá Íslenska Bocuse d´Or liðinu | Strákarnir fengu sér Foie gras í tilefni Bóndadagsins

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2015 - Restaurant Le bistrot de Lyon

Strákarnir að fá sér Foie gras á Bóndadaginn á veitingastaðnum Le bistrot de Lyon

Aðfaranótt fimmtudags lögðum við af stað til Lyon.  Með okkur tókum við yfir 200 kg af hráefni ásamt farangri.  Flugum beint til París, lentum þar í smá veseni því að allt hráefnið týndist í um 4 klukkutíma.

Eftir að hafa endurheimt allan farangur keyrðum við þvert yfir Frakkland til Lyon þar sem við gistum á hóteli í útjaðri bæjarins.  Þar erum við með um 70 fermetra fundarherbergi og erum við búnir að stilla upp öllu fyrir keppnina þar.

Smávægilegar skemmdir voru á fraktinni sem við sendum út s.l. sunnudag á undan okkur, en húsvörður hótelsins stökk til og aðstoðaði okkur.  Eftir að hafa lokið verkum gærdagsins fórum við í bíltúr um bæinn og skoðuðum verslun Metro sem einn stærsti bakhjarl Bocuse D’or keppninnar.  Þar versluðum við ferska perluhænu, nákvæmlega þá sem Siggi kemur tilmeð að nota í keppninni, til þess að fínpússa loka myndina.

Um kvöldið fórum við út að borða á Le Bistrot de Lyon og fengum okkur andalifur og fleira í tilefni Bóndadagsins.

Í dag erum við byrjaðir að vinna hráefnin og undirbúa þau fyrir keppnina.  Skjótumst síðan í miðbæinn á eftir til þess að skoða matarmarkaðinn og leita að betra hráefni en það sem við tókum að heiman, sem við munum þá nota í staðinn.

Mikil stemning er í liðinu og allir spenntir fyrir framhaldinu.

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Sturla Birgisson nýtir tímann í fluguhnýtingar

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Þráinn þjálfari lagar skemmdirnar eftir fraktina

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Rúnar Pierre Heriveaux fer yfir öll smáatriði

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Hinrik Örn Lárusson að vinna í hráefninu fyrir keppnina

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Karl Óskar Smárason pússar silfrið

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“10″ ]

 

/Karl Óskar

twitter og instagram icon

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið