Vertu memm

Björn Ágúst Hansson

Michael Ferraro – Kopar – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Michael Ferraro kemur frá Bandaríkjunum og er af ítölskum ættum, foreldrar hans koma frá Ítalíu en faðir hans fór til Bandaríkjana 14 ára gamall.

Hann kynntist alvöru heimagerðri ítalskri matargerð sem barn sem gæti hafið ýtt honum í að fara að læra matreiðslu. Hann útskrifaðist árið 2002 aðeins 20 ára frá CIA ( The Culinary Insttitute of America ) og eftir það fór hann að vinna á stöðum eins og New York-Jean Georges Vongerichten’s Mercer Kitchen, the Four Seasons Hotel, the Biltmore Room.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Ylfa Helgadóttir eigandi Kopar og Michael Ferraro

Núna starfar hann sem yfirmatreiðslumaður á Delicatessen og MacBar í Soho hverfinu í New York og þar er eldaður International comfort classics með ítölsku ívafi frá hans ítölsku rótum og franskri klassík og frá stöðunum sem hann hefur verið að vinna á.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Lynghæna & hangið svínalæri

Virkilega frískandi og byrjun á góðu kvöldi.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Sjóbleikja
Borin fram með sætri ponzu sósu, avócadó og ristuðum heslihnetum.

Bragð sem tóna mjög vel saman, Einstökin mjög fín með.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Humar risóttó
Með parmesan jus, blaðlauk og konfekt tómötum.

Humar, parmesan og blaðlaukur frábær balance á öllu bragði og fullkomin eldun á grjónunum.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Blóðbergs ilmaðir lambaskankar.
Með karmelluðu blómkáli, íslenskum gulrótum, stökku kjúklingaskinni og lamba jus með rósmarín.

Gaffallinn flaug í gegnum skankann eins og smjör, bragðið alveg frábært.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Appelsínukaka
Með Grand marnier sósu, skyrbúðingur og bláberjaís með möndlusnjó.

Frískur og mjög tært bragði, bláberja sorbetinn frábær.

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

Michael Ferraro - Kopar - Food & Fun 2015

 

Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.

 

Myndir: Kristinn

/Björn

twitter og instagram icon

 

Björn Ágúst Hansson er matreiðslumaður að mennt en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Björn hefur starfað meðal annars á Hótel Sögu, White Brasserie í Englandi, Þremur Frökkum. Hægt er að hafa samband við Björn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið