Vertu memm

Kokkur ársins

Kokkur ársins 2016

Birting:

þann

Kokkur Ársins

Nýtt nafn og umgjörð á sögufrægri keppni um besta Kokk Ársins á Íslandi.

Allir faglærðir matreiðslumenn geta tekið þátt

Keppnin Matreiðslumaður ársins hefur fengið nýtt nafn og merki/logó og mun hér eftir heita Kokkur Ársins. Samhliða nafnabreytingunni hefur verið stofnað hópur sigurvegara keppninnar frá upphafi. Hópurinn fylgir keppninni úr hlaði og tekur virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd.  Klúbbur matreiðslumeistara hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð. Nú sem fyrr er þátttaka eingöngu fyrir faglærða matreiðslumenn – Sveinsprófshafa í matreiðslu.

Verkefni forkeppni – innsend uppskrift & mynd fyrir 18. janúar 2016

Faglærðir matreiðslumenn sem sækjast eftir titlinum Kokkur Ársins 2016 senda í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Þátttakan er ókeypis og skilyrði er að nota kjúkling sem aðalhráefni og að rétturinn sé aðalréttur. Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift.

Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum velur nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.

Uppskriftin skal vera fyrir 10 manns og litmynd skal sýna réttinn á hlutlausum ómerktum hvítum diski á hvítum ómerktum dúk.

10 manna forkeppni í Kokkur Ársins 2016. 8. febrúar 2016

Eftir yfirferð dómara á innsendar uppskriftir verða 10 matreiðslumenn valdir áfram í keppninni til að elda réttinn sinn fyrir dómnefnd. Sá hluti keppninnar fer fram 8. febrúar í Kolabrautinni. Í dómgæslu verður bætt við fyrri viðmið, bragði og vinnubrögðum í eldhúsi. 5 sterkustu keppendurnir komast áfram í lokakeppnina.

5 manna úrslitakeppni í Kokkur Ársins 2016. 13. febrúar 2016

Bestu 5 kokkarnir verða valdir til að keppa til úrslita um titilinn Kokkur Ársins 2016. Úrslitakeppnin fer fram 13. febrúar fyrir framan fullan sal af fólki í Hörpu. Keppendur fá 5 klukkustundir til að elda 3 rétta matseðil sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti samkvæmt Leyndarkörfu„mystery basket“. Keppendur verða upplýstir kvöldinu fyrir keppni hvaða hráefni er í boði. Keppendur mæta með eigin aðstoðarmann/matreiðslunema sem skal vera 23 ára eða yngri á keppnisdag.

Kokkur ársins 2016 (Chef of the Year) er besti kokkur Íslands árið 2016. Sigurvegarinn hlýtur að launum þátttökurétt fyrir Íslands hönd í keppninni „Nordic Chef Of The Year“ sem fram fer í mars 2016 í Herning Danmörku auk peningaverðlauna.

Kokkur ÁrsinsVerðlaunafé

  1. sæti 250.000 þúsund krónur
  2. sæti 75.000 krónur
  3. sæti 50.000 þúsund krónur

Klúbbur matreiðslumeistara hvetur alla faglærða matreiðslumenn til að taka þátt, hefjast handa og heilla dómnefndina með uppskrift af aðalrétti þar sem kjúklingur er í aðalhlutverki. Innsendar uppskriftir og myndir sendast á netfangið [email protected]

Frekari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar eru aðgengilegar á vefsíðu Klúbbs matreiðslumeistara www.chef.is og á kynningarfundi 6. janúar.

Dagsetningar:

  • 6.  janúar – Kynningarfundur á keppninni fyrir áhugasama keppendur, í Hörpu kl 15:00
  • 18. janúar – Skilafrestur á uppskriftum í tölvupósti
  • 20. janúar – Tilkynnt um 10 keppendur sem keppa með sinn rétt frammi fyrir dómurum í Kolabrautinni
  • 8. febrúar – 10 manna forkeppni í Kolabrautinni.
  • 13. febrúar – 5 manna úrslitakeppni, 3 rétta og 5 tímar í fyrsta rétt í Hörpu.

Markmið Kokkur Ársins keppninnar:

  • Ná til almennings á Íslandi
  • Verði leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð
  • Auki áhuga ungs fólks á matargerð
  • Veiti innblástur fyrir matarmenningu Íslendinga

Mkv

Kokkur Ársins undirbúningsnefnd- Klúbbur matreiðslumeistara

 

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið