Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Klúbbur matreiðslumeistara eldaði íslenska kjötsúpu fyrir Ísland

Birting:

þann

F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.  Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.

F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.
Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.

Fjöldi kokka úr Klúbbi matreiðslumeistara reiddi fram hefðbundna íslenska kjötsúpu fyrir landsmenn á 48 fjöldahjálparstöðvum um allt land í æfingu Rauða krossins í gær sem bar yfirskriftina Eldað fyrir Ísland.

Í tilefni af Alþjóðadegi matreiðslumeistara 20. október tók klúbburinn þátt í landsæfingunni og beinir þar með sjónum að mikilvægi matreiðslunnar ef hættuástand skapast í landinu.  Þar skiptir máli að fagmenn komi að því skipulagi ef raunverulegt neyðarástand verður.

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson ljósmyndari á einni hjálparstöðinni, nánar tiltekið í Víðisstaðaskóla í Hafnarfirði.

Eldað fyrir Ísland - Klúbbur matreiðslumeistara og Rauði kross Íslands - 2014

 

Efsta mynd: Smári

Aðrar myndir: Sveinbjörn Úlfarsson

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið