Vertu memm

Kokkalandsliðið

Jón bakari bauð upp á 20 metra afmælisköku í tilefni stórafmæli Fjarðar

Birting:

þann

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Jón Rúnar Arilíusson er bakari-, og konditor.
Á árunum 1994 – 1998 starfaði Jón með Kokkalandsliðinu fyrst á HM í Lúxemborg árið 1994, síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1996 og svo aftur á HM í Lúxemborg árið 1998. Á þessum tíma vann liðið til tveggja gullverðlauna, eins silfurs verðlauna og tveggja bronsverðlauna.

20 ára stórafmæli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði var haldið þann 27. nóvember sl. og sennilega hafa aldrei komið fleiri í Fjörð á einum degi, en nokkur þúsund manns sem tóku þátt í hátíðarhöldunum.

Margrét Eir, Páll Rósinkrans, Flensborgarkórinn, Karlakórinn Þrestir skemmtu gestum og buðu verslanir upp á afmælistilboð og þar á meðal bauð Jón Rúnar Arilíusson eigandi Kökulist upp á 20 metra afmælisköku sem var Belgísk súkkulaðiterta með Hindberja mousse og skreytt með sykurmassa og ítölskum marens.

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Skornar voru um 4000 sneiðar af kökunni

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Guðmundur Bjarni Harðarson framkvæmdastjóri Fjarðar, Vigdís Grétarsdóttir í Skóhöllinni og Jón Rúnar Arilíusson bakari og eigandi Kökulist

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér og hér á facebook síðu Kökulist.

 

Myndir: Guðni Gíslason / Fjarðarpósturinn – bæjarblað Hafnfirðinga

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið