Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Jón Albert Kristinsson var endurkjörinn formaður Labaks félagsins

Birting:

þann

Jón Albert Kristinsson var endurkjörinn formaður Labaks félagsins

Stjórn og varastjórn Labak

Aðalfundur LABAK var haldinn 14. mars síðastliðinn. Jón Albert Kristinsson var endurkjörinn formaður félagsins til aðalfundar að ári. Jón Þór Lúðvíksson og Sigurður Enoksson voru kosnir í stjórn til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Jón Heiðar Ríkharðsson og Sigurður M. Guðjónsson.  Stefán Sandholt og Steinþór Jónsson voru kosnir varamenn til eins árs.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa fór fram vinna í umræðuhópum þar sem m.a var rætt um hlutverk og innra starf félagsins, menntamál, hagsmunagæslu og umbótastarf.  Á vef Labak.is segir að í umræðunum kom fram fjöldi mála sem félagsmenn vilja að félagið beiti sér fyrir. Það verður verkefni nýrrar stjórnar að forgangsraða þeim og hrinda í framkvæmd á næstu mánuðum og misserum.

Stjórn og nefndir Labak er hægt að skoða með því að smella hér.

 

Mynd: labak.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið