Vertu memm

Markaðurinn

ISS Veitingasvið hóf nýlega rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti

Birting:

þann

ISS Veitingasvið hóf nýlega rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti

ISS Veitingasvið hóf á föstudaginn s.l. rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti. Rekstur kaffihússins var boðin út á vegum Reykjavíkurborgar í janúar en ISS veitingasvið átti hagstæðasta boð í reksturinn.

Veitingasvið ISS rekur stórt miðlægt eldhús í Vatnagörðum þar sem eldaður er hádegismatur fyrir fjölda fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess rekur veitingasvið ISS veitingaþjónustu í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihúsið í Gerðubergi mun bjóða upp á alvöru kaffihúsa stemmingu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Hápunkturinn verður þó heitur og kjarngóður matur í hádeginu.

ISS Veitingasvið hóf nýlega rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti

Um 160.000 manns heimsækja Menningarmiðstöðina í Gerðubergi á ári

Í Menningarhúsinu Gerðubergi er rekin fjölbreytt starfssemi, s.s. útleiga á fundarsölum, félagsstarfssemi, myndlistar- og handverkssýningar og bókasafn. Um 160.000 manns heimsækja Menningarmiðstöðina í Gerðubergi á ári, og vonar veitingasvið ISS að kaffihúsið muni setja nýjan blæ á húsið og auka þjónustustig til viðskiptavina.

Opnunartími kaffihússins verður alla virka daga frá 8-18 og um helgar frá 13–16.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið