Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita matinn

Birting:

þann

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem kepptu í heitu réttunum: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem kepptu í heitu réttunum: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.

Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita matinnKokkalandsliðið keppti í heita matnum í gær í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.

Sex manna hópur úr Kokkalandsliðinu höfðu 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti, en þeir voru Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.

Úrslitin liggja fyrir, fyrsta gullið í höfn og nú tekur við mikill undirbúningur hjá liðsmönnum, en Kokkalandsliðið keppir í kalda matnum á miðvikudaginn 26. nóvember n.k.

Glæsilegt og til hamingju með gullið.

 

Mynd af úrslitatöflu: Bjarni Gunnar

Mynd af liðsmönnum Kokkalandsliðsins: Sveinbjörn Úlfarsson

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið