Vertu memm

Bocuse d´Or

Ísland komst áfram – Viktor keppir í Bocuse d’Or 2017 í Lyon í Frakklandi

Birting:

þann

Bocuse d´Or Europe 2016

Sturla Birgisson dómari fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi, Sigurður Helgason þjálfari, Viktor Örn Andrésson keppandi og aðstoðarmaður hans Hinrik Örn Lárusson

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or við hátíðlega athöfn sem urðu á þessa leið:

1. sæti – Ungverjaland

2. sæti – Noregur

3. sæti – Svíþjóð

5. sæti – Ísland

Að auki voru 9 þjóðir sem komust áfram af 20 þjóðum sem kepptu og var ísland þar á meðal.

Þá er það orðið ljóst að Viktor Örn Andrésson kemur til með að keppa í hinni víðfrægu Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.

Innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Sérstök aukaverðlaun voru veitt og þar sigraði Íslenski fiskrétturinn:

Besti aðstoðarmaðurinn: Svíþjóð

Besti fiskrétturinn: Ísland

Besti kjötrétturinn: Frakkland

 

Mynd: Bocuse d´Or Team Iceland

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið