Vertu memm

Bocuse d´Or

Ísland í 8. sæti í Bocuse d’Or

Birting:

þann

Sigurður Helgason - Bocuse d´Or 2015

Sigurður Helgason

Þá er það orðið ljóst að Ísland hafnaði í 8. Sæti á Bocuse d´Or keppninni. 24 þjóðir tóku þátt í keppninni sem fram fór dagana 27. – 28. Janúar 2015. Það var Sigurður Helgason sem keppti fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar var Rúnar Pierre Heriveaux.

Eftirfarandi eru úrslit úr Bocuse d´Or 2015:

1. sæti – Noregur

2. sæti – Bandaríkin

3. sæti – Svíþjóð

Sérstök verðlaun voru gefin fyrir:

Besta kjötréttinn: Matti JÄMSEN frá Finnlandi

Besta fiskréttinn: Hideki TAKAYAMA frá Japan

Besta plakatið: Gábor MOLNAR frá Ungverjalandi

Besti aðstoðarmaðurinn: Antti LUKKARI frá Finnlandi

Við óskum Sigurði og félögum innilega til hamingju með þennann frábæra árangur.

Sigurður Helgason - Bocuse d´Or 2015

Rúnar Pierre Heriveaux og Sigurður Helgason

Til gamans má geta að Ísland hefur verið í topp 10 frá því Ísland tók fyrst þátt í Bocuse d’Or keppninni árið 1999.

 

 

Myndir: Sirha

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið