Vertu memm

Bocuse d´Or

Ísland í 7. sæti í Bocuse d’Or Europe

Birting:

þann

Keppendur, aðstoðarmenn og þjálfarar

Keppendur, aðstoðarmenn og þjálfarar

Eins og fram hefur komið þá komst Ísland áfram í undankeppninni Bocuse d’Or Europe sem haldin var dagana 7. og 8. maí í Stokkhólmi, þar sem Sigurður Helgason keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.

Frá verðlaunaafhendingunni

Frá verðlaunaafhendingunni

Úrslit urðu á þessa leið:

  1. sæti – Tommy Myllymaki frá Svíþjóð, en hann starfar á veitingastaðnum Sjon.  Tommy hlýtur 1.9 milljón í verðlaun.
  2. sæti – Kenneth Hansen frá Danmörku, hann starfar á veitingastaðnum og hótelinu Svinkløv Badehotel.  Kenneth hlýtur 1.4 milljón í verðlaun.
  3. sæti – Ørjan Johannessen frá Noregi og starfar á veitingastaðnum Bekkjarvik Gjestgiveri.  Ørjan hlýtur 950 þúsund í verðlaun

Besti fisk-, og kjötrétturinn og aðstoðarmaðurinn

  • Með besta fiskréttinn var það keppandinn Nicolas Davouze frá Frakklandi en hann starfar á veitingastaðnum Château Saint-Martin & Spa.
  • Matti Jämsen frá Finnlandi átti besta kjötréttinn, en hann starfar á veitingastaðnum G. W. Sundmans.
  • Svo var það Valeria Sidorova frá Rússlandi sem hlaut titilinn Besti aðstoðarmaðurinn, en hún aðstoðaði rússneska kandídatinn Igor Sus.

Ísland í 7. sæti

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason

Af þeim 20 löndum sem kepptu í undankeppninni Bocuse d´Or Europe, þá voru það 12 lönd sem komust áfram í hina víðfrægu Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 27. og 28. janúar 2015, en þau eru:

  1. sæti – Svíþjóð – Tommy Myllymaki, starfar á veitingastaðnum Sjon
  2. sæti – Danmörk – Kenneth Hansen, starfar á veitingastaðnum Svinkløv Badehotel
  3. sæti – Noregur – Ørjan Johannessen, starfar á veitingastaðnum Bekkjarvik Gjestgiveri
  4. sæti – Frakkland – Nicolas Davouze, starfar á veitingastaðnum Château Saint-Martin & Spa
  5. sæti – Finnland – Matti Jämsen, starfar á veitingastaðnum G. W. Sundmans
  6. sæti – Bretland – Adam Bennett, starfar á veitingastaðnum The Cross
  7. sæti – Ísland – Sigurður Helgason, starfar á veitingastaðnum Grillið á Radissonblu Hótelinu
  8. sæti – Eistland – Dmitri Haljukov, starfar á veitingastaðnum Cru
  9. sæti – Ungverjaland – Gábor Molnar, starfar á veitingastaðnum Geisel
  10. sæti – Þýskaland – Christian Krüger, starfar á veitingastaðnum Axt
  11. sæti – Holland –  Jan Smink, starfar á veitingastaðnum Kwartier Noord
  12. sæti – Sviss – Christoph Hunziker, starfar á veitingastaðnum Schämerhof
Sturla Birgisson (T.v.) hefur verið dómari fyrir hönd Íslands allt frá árinu 2001

Sturla Birgisson (T.v.) hefur verið dómari fyrir hönd Íslands allt frá árinu 2001

Bocuse d’Or Europe 2016

Bocuse d’Or Europe 2016 verður haldin í Búdapest höfuðborg Ungverjalands og er það í fimmta sinn sem að undankeppnin er haldin eftir að reglunum var breytt árið 2008.  Sjálf aðalkeppnin Bocuse d´or hefur verið haldin frá því árinu 1987, en Ísland tók í fyrsta sinn þátt árið 1999 og þá keppti Sturla Birgisson sem náði með glæsilegum árangri 5. sætið.

Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem er handhafi þátttökuréttar íslendinga og á veg og vanda af skipulagningu.

Á næstu dögum verða birtar myndir af keppnisréttum allra þjóða, vídeó frá æfingum og af sjálfri Bocuse d’Or Europe keppninni.

 

Myndir: bocusedor-europe.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið