Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Icelandair með nýjungar í flugi í tengslum við Food and Fun 2014

Birting:

þann

Icelandair með nýjungar í flugi í tengslum við Food and Fun 2014

Þessi nýbreytni fólst í því að annars vegar lagaði Food and Fun chef ársins 2013, Fredrick Berselius á Aska í New York, forrétt sem samanstóð af:

Steikt og þurrkuð rauðrófa

Steikt og þurrkuð rauðrófa

Steiktum og þurrkuðum rauðrófum, þurrkuðum gulum kantarellu sveppum, kamillu og brúnuðu smjöri

Og hins vegar fordrykkur sem var skapaður af Ása barþjóni á Slippbarnum á Reykjavík Hótel Marina og hét „Champagne Shower sour Power„.

Eða eins og segir í pistli frá Dillý flugfreyju:

Staðurinn er flugvél, einhvers staðar skýjum ofar, á leiðinni frá Helsinki og heim. Farþegarnir eru Finnar í feiknastuði. Dagurinn er föstudagur 28. febrúar, á Íslandi bíður þeirra Food and Fun og stemningin er eftir því. Andrúmsloftið er í sirka sjö þúsund fetum, rakastig 6% og loftið rafmagnað.

Þá tilkynnir ómþýð rödd óvænta uppákomu, um borð í þessari flugvél verður boðið upp á einstakan cocktail, eða hanastél öllu heldur, „Champagne shower sour power“, sérútbúinn fyrir Icelandair af Ásgeiri Má Björnssyni, barþjóni á Slippbarnum, í tilefni Food and Fun.

Helgin er framundan og viti menn, farþegarnir verða forvitnir. Á fremra barborðinu eru Siggi og Hildur, Comfort farþegarnir eru spenntir að smakka, þeirra á meðal eru fremstu matreiðslumeistarar Finna sem lofa þessa óvæntu uppákomu í hástert“.

Þetta er vissulega sniðug markaðsfærsla á Food and Fun að kveikja í fólki í flugi til landsins og verður gaman að fylgjast með hvað þeir bjóða upp á að ári.

Meðfylgjandi myndir eru frá fluginu til landsins þennan dag.

Hér að neðan er myndbrot þar sem Fredrick Berselius segir frá hvernig hann nær í hráefni í náttúrunni sem hann notar á veitingastaðnum á Aska.

 

Myndir: Icelandair

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið