Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Helmingur starfsfólks í veitingarekstri IGS sagt upp

Birting:

þann

Flugstöð Leifs Eiríkssonar - Keflavíkurflugvöllur

Búið er að segja upp helmingi starfsfólks í veitingarekstri IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrir liggur að fleiri missa vinnuna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Við vonum að sá sem fær reksturinn muni horfa til okkar starfsfólk og ráði það í vinnu

, segir Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, dótturfyrirtækis Icelandair Group í samtali við vb.is.  Fyrirtækið annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli, rekur flugeldhús og tollvörugeymslur, fraktmiðstöð og veitingastaði í Leifsstöð. Eins og fram kom í umfjöllun VB.is fyrr í dag tók IGS þátt í útboði um rekstur veitinga- og verslana í flugstöðinni. Ljóst er hins vegar að fyrirtækið hefur ekki komist áfram í því þrátt fyrir að hafa séð um veitingareksturinn í nokkur ár. Af þeim sökum hefur IGS sagt upp sem nemur 20 stöðugildum og þurfi að segja upp 20 til viðbótar í flugstöðinni.

Ekki liggur enn fyrir hver fær reksturinn í stað IGS. Samningaviðræður við þá sem báru af í mati umsókna í forvalinu eru framundan. Samningstími núverandi rekstraraðila rennur út í árslok og gert er ráð fyrir að endurnýjað verslunarsvæði verði tekið í notkun í vor á næsta ári.

Gunnar segir í samtali við VB.is að hann voni að sá sem fái reksturinn horfi til starfsfólks IGS sem missi vinnuna og ráði það til sín.

Okkur dreymir um að þeir nýti þessa reynslu og þekkingu sem er hjá fólkinu og að það fái áfram vinnu

, segir hann.

Hjá IGS vinna um 800 manns yfir sumartímann en í kringum 500 yfir vetrartímann. Reksturinn í flugstöðinni er því lítill hluti af starfsemi IGS.

 

Mynd: Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið